Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, október 30, 2007

Próteinbar og yfirdráttur

Alltaf gaman að kíkja í ræktina þar sem maður verður yfirleitt vitni af e-u skemmtilegu.
Í dag var stelpa/kona í outfitti sem var í tísku 1980 og e-ð. Ljósbláar þröngar spandex buxur og leikfimibolur með g-streng yfir buxurnar. Rosalega huggulegt... Það vantaði bara svitabandið og legghlífarnar.
Þegar ég var í rólegheitum að teygja kom uber massaður gaur talandi í símann og bað um að fá að tala við yfirfjármálastjórann. Sagðist vera svo fátækur og bað konuna um að henda inn á sig 300 þús kalli og þakkaði svo vel fyrir. Hann var varla búinn að ljúka símtalinu þegar hann hringdi líklega í e-n félaga sinn. Spurði hvort þeir ættu ekki að drífa sig til Köben fyrir jól, fara á jólahlaðborð eða gera e-ð skemmtilegt. Gott að lifa bara á próteinbar og yfirdrætti og skella sér svo til útlanda fyrir afganginn.