Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, október 25, 2007

Leiktíðin að hefjast

Erum að fara að keppa um helgina sem verður ansi spennandi. Eins gott ég fái að spila e-ð, er ekki týpan sem er í íþróttum til að verma bekkinn. Ég geri mér samt alveg fulla grein fyrir því að ég er ekki í besta forminu í liðinu (eða ég vona ekki), hef mætt á fáar æfingar og svo er barátta um hverja stöðu, svo það er kannski alveg sanngjarnt að ég fái lítið að koma inn á. Við spilum einn leik á laugardaginn og tvo leiki á sunnudaginn svo það verður nú að hvíla e-a leikmenn, þannig að kannski eru e-ar líkur.