Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, október 13, 2007

Í ruglinu

Ég ætlaði heldur betur að vera dugleg og taka á því í ræktinni í gær. Það byrjaði ansi vel þar sem ég rataði ekki staðinn. Er búin að labba framhjá ræktinni í allt sumar og ákvað að fara á bílnum í gær þar sem það var grenjandi rigning og næstum því óveður en viti menn ég keyrði framhjá götunni sem ræktin er í. Til að komast á leiðarenda keyrði ég sömu leið til baka og mundi eftir beygjunni. Búið að breyta öllu þarna inni, komin ný gömul tæki og búið að snúa öllu við, mjög huggó. Ég kannski reyni að vera dugleg í ræktinni þar sem styttist í að tímabilið í blakinu byrji og mögulega kominn tími til að koma sér í form eftir árs frí.
Dreif mig svo á æfingu í dag sem var mjög notalegt, vorum bara 4 og rólegt sem hentar mér vel allavega svona til að byrja með. Eftir æfingu drifum við fjölskyldan okkur svo í sund þar sem Sunna fór að sjálfsögðu á kostum.