Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, október 04, 2007

Bústaðarferð

Þá er komið að hinum árlega hittingi hjá okkur iðjunum. Ég missti reyndar af hittingnum í fyrra þar sem ég var í Minneapolis. Við mæðgur ætlum að mæta hressar, ég er reyndar búin að vera lasin, var með 39 stiga hita í fyrradag og beinverki í tvo daga. Er öll að koma til og hugsa að ég verði fær í flestan sjó á morgun.

Krissi og Selma innilega til hamingju með litlu stelpuna ykkar!! Alltaf gaman að fá fréttir af nýfæddum börnum þar sem ekkert er eins yndislegt og þessi börn.
Það verður gaman að hittast um jólin. Addi frændi eignaðist stelpu í september, Krissi og Selma í gær svo það verður fjör í jólaboðunum næstu árin. Þrjár skvísur á sama árinu :)
Eygló og Binni koma svo og við setjum líka smá pressu á Skafta ;)