Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, september 22, 2007

Snilldin ein

Orlando ferðin var sko algjör snilld. Sunna stóð sig eins og hetja alla ferðina, hvort sem það var í flugvélinni, búðunum, bílnum eða úti í góða veðrinu.
Við versluðum heilan helling og auðvita mest handa skvísunni okkar.
Við vorum með bílaleiguíl með staðsetningartæki svo við gátum keyrt út um allt án þess að villast og gátum því við eytt meiri tíma í búðunum ; )

Ég er búin að dusta rykið af blakskónum mínum, fór á æfingu í gær og aftur í dag. Bara gaman þó svo að formið sé ekki komið enn, greinilegt að það komi ekki að sjálfu sér.