Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Libero

Í síðustu mæðraskoðuninni fengum við fræðslubók um meðgönguna, fæðinguna og ungbarnið. Í henni eru mörg góð ráð auk þess sem henni fylgdi umsókn um frían prufupakka frá libero, þar sem m.a. var spurt um kyn barns og hvenær það fæddist. Við sendum þeim umsóknina þegar Sunna var tveggja vikna og vorum að fá pakkann í dag. Í honum voru bleyjur fyrir nýfædd börn og fyrir 4-6 kg börn. Það tók ekki nema rúma 2 mánuði að fá þetta sent og Sunna orðin of stór til að nota þessar bleyjur. Ég er ekki alveg að sjá tilganginn með því að fá sendan þennan pakka með þessum stærðum af bleyjum fyrst hann er svona lengi á leiðinni og barnið löngu hætt að passa í þær.