Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Perky

Mikið var ég glöð að heyra það í fréttunum að bandaríska öndin er á batavegi eftir aðgerðina sem hún fór í og eftir allar þessar hremmingar, skotárásina og tveggja daga dvöl í ísskápnum.

Hins vegar er ég ekki eins ánægð með tapið á móti Dönum í kvöld, sorgleg óheppni. En strákarnir eru búnir að standa sig helv... vel.