Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 20, 2006

Hvað er að??

Las grein í Fréttablaðinu í gær um það að búið er að banna eltingaleiki á skólalóðum í nokkrum/mörgum bæjum í USA. Foreldrar myndu annars fara í mál við skólana ef börn þeirra myndu slasa sig í leikjunum þar sem þeir væru á ábyrgð skólans. Þarna er komin önnur góð leið til að framleiða fitubollur í USA. Banna hreyfileiki, s.s. brennibolta og aðra eltingaleiki. Hvað er að foreldrum? best bara að banna hreyfingu þar sem börnin gætu brennt of mörgum hitaeiningum og þá væri hægt að fara í mál við Nike eða aðra íþróttaskóframleiðendur þar sem skórnir eru svo góðir að þeir fá börnin til að hlaupa. Jæja.... þetta er kannski komið út í rugl :)

Annars er leikur á morgun í Digranesi kl. 16.14 sem ég skora á alla til að mæta á!!! HK-Þróttur RVK sem verður svo sýndur í TV á sunndaginn.