Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Sumarið

Þá er loksins komið sumar líka eins gott þar sem ég er að fara í sumarfrí kl.16 á morgun.
Síðasta helgi var alveg brilliant. Mjög gaman að hitta allt liðið aftur og sjá hvað fólk hefur nú lítið breyst, aðeins stækkað og þroskast á þessum 10 árum. Kíktum í Gaggann og í Dynheima sem er búið að breyta alveg helling. Síðan kíktum við á Hamra þar sem tóku við leikir, skemmtiatriði, drykkja og söngur. Leiðin lá síðan á Kaffi-Ak þar sem var tjúttað fram að lokun með smá viðkomu í Sjallanum sem minnti mikið á Izola í Slóveníu, droppa e.......
Við hjónaleysin ætlum að drífa okkur norður á morgun eftir vinnu og vera e-n tíma. Það verður fjölskyldugrill annað kvöld sem við stefnum á að ná. Síðan ætlum að kíkja í Hrísey á laugardaginn og ég skora á sem flesta að mæta. Ætlum að slá upp fjölskyldutjaldi og svo ætlar Konni frændi að redda hákarli, harðfiski og brimneski. Grjóni kemur með gítarinn og Finnbogi mætir með humarinn þannig að það gerist ekki betra né skemmtilegra. KOMA SVO.......