Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, mars 01, 2006

Hor í nös

Þvílík truflun sem ég varð fyrir í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa. Var alltaf alveg að sofna þegar ég vaknaði upp við hroturnar í sjálfri mér. Frekar óþægilegt... Vona að þetta komi ekki fyrir aftur, kipptist við alveg 3 x við þessi óhljóð.
Fór í leikhús á sunnudaginn á Hungur, stikki sem fjallar um anorexiu og offitu. Skemmtilega uppsett og veitir góða innsýn í þennan heim.
Helgin verður busy þar sem ég er á æfingum alla helgina og búið að bjóða mér í 2 teiti á föstudagskvöldið.