Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, desember 13, 2005

Gráni gamli kvaddur

Mikið er nú gott að vera farin að keyra loksins alvöru bíl. Við Grjóni splæstum á okkur einum nýjum skoda oktaviu á föstudaginn :) Algjör lúxus. Brunuðum austur í bústað eftir að hafa afgreitt málið og hann rann ljúft upp heiðina og kampana.

Svo er alltaf nóg að gera í menningunni. Fór í þáttinn hjá Sirrý síðasta miðvikudag og fékk að heyra frá nokkrum að þeir hefðu séð mig eða bringuna á mér og þekkt mig á bobbunum, (var sko í fötum). Á fimmtudeginum var mér boðið í opnun nýs sushi staðar í Iðu og á föstudeginum var staffapartý. Annars hafa síðustu dagar verið rólegir en annað kvöld er ég að fara út að borða með stelpunum á Humarhúsið. Nammi namm humar er eitt af því besta sem ég fæ.