Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 16, 2005

Góð helgi

Skilaði lokaverkefninu á föstudaginn og hélt svo upp á það um kvöldið. Grilluðum saman ég Harpa og Hanne og svo kom Kata og Sólla frænka hennar í partýið. Skelltum okkur svo á Amor þar sem var fullt af skemmtilegu fólki en þar sem músíkin var algjörlega hræðileg ákváðum við að gefa skít í staðinn og skelltum okkur á Sveitta. Dundur fjör, fullt af fólki og mikið dansað. Á laugardeginum brunaði ég svo með gamla settinu austur í bústaðinn þar sem ég tók því rólega í sveitasælunni. Kom svo heim í dag og Grjóni kemur svo norður í kvöld. Við förum svo suður á föstudaginn eftir kynningu á lokaverkefninu og svo út á miðvikudaginn eftir rúma viku!! Daddara.......