Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, maí 03, 2005

Útúrtjúttuð helgi

Brá mér í borgina um helgina ásamt Hörpu og Ingibjörgu á heimsins mestu druslu eldgömlum sjálfskiptum lancer sem var að gera þvílíka lukku.
Tók því rólega á föstudagskvöldinu en laugardagurinn var ekki alveg eins rólegur allavega ekki kvöldið. Fórum í partý, ég, Grjóni, Matti og Fjóla þar sem við vorum sniðug og drukkum bjór, hvítvín og rauðvín sem er náttúrulega bara ávísun á klikkað kvöld. Allavega lagast ég ekki í kollinum á þessari blöndu. Horfðum á gamla svínasúpuþætti þar sem frasi kvöldsins kom fram: sleiktu úr mér skítin sveitta svínið þitt þú útúrtjúttaða kókaín hóra. Fórum pöbbanna á milli og enduðum svo á Næsta bar. Þar hófst snilldin. Komum auga á eina af drottningum Reykjavíkur sem við buðum að setjast hjá okkur sem hann gerði og var hinn kátasti með það, alveg útúrtjúttaður af drykkju. Við fórum öll að rugla í honum og létum sem hann væri skiggn. Spurðum hvað hann sæi um hana Fjólu og það fyrsta sem hann sagði var vandræði vandræði og aftur vandræði. Við sprungum úr hlátri og sögðum að það væri ekkert skrítið þar sem hún ætti 4 börn með tveimur mönnum. Svo leit gaurinn á Matta sem sat við hliðina á henni og Fjólu til skiptist og sagði þeim að samband þeirra væri dauðadæmt. Þau fengu því staðfestingu á því og slitu sambandinu þarna um kvöldið. Ef þau hefðu ekki gert það má vel vera að það væri fleiri börn á leiðinni hjá þeim og eitt ofvirkt í viðbót. Snilldar kvöld og vorum komin heim um 7, þvílík ending.
Sunnudagurinn var alveg út úr korti fram að kvöldmat. Kíktum í bíó á kvikmyndahátíðina og sáum mynd sem ég man ekki alveg hvað heitir e-ð Hotel.... þvílík mynd.
Í gær fórum við svo 3 úr bekknum á Klepp í viðtal og kíktum á staðinn sem mér líst alveg ljómandi vel á. Það á að ráða í tvær stöður svo það verður ein af okkur sem fær ekki stöðu. Frekar sorglegt það.
Svo kom í ljós í gær að við fengum styrk frá Nýsköpunarsjóði en ég á bara eftir að heyra frá Þjóðminjasafninu hvert framhaldið verður.