Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, mars 12, 2005

Spennan magnast

Þá er komið að úrslitunum í Íslandsmótinu í blaki við þrótt rvk. Það er spilað upp á tvo unna leiki. Fyrsti leikurinn er á morgun kl. 14.30 í KA, annar leikurinn á þriðjudaginn kl. 20.15 í Hagaskóla og ef þarf þá er þriðji leikurinn á fimmtudaginn kl.20.00 í KA.
Endilega mætið á leikina þið sem getið, þó þið hafið ekki áhuga og hvetjið okkur KA-stelpurnar!!

Harpa Björk á svo afmæli í dag! Til hamingju aftur og takk fyrir góðar kræsingar!!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Viðburðir síðustu helgar

Byrjað var á því að skunda alla leið austur á land í rannsóknarleiðangur. Sérdeilis fín ferð það, fullt af hreindýrum og munaði nú ekki miklu að ég hefði tekið hagglarann með og þá hefði verið búið að redda jólasteikinni. Á leiðinni heim var komið við í sæluhúsi, farið nærri því fram af hengiflugi og kíkt enn betur á hreindýrin. Litlu munaði að löggan hefði stoppað mig á leiðinni heim. Löggunni fannst ég vera að keyra heldur hratt og blikkaði mig svo ég snarnegldi niður. Ég ákvað að ég væri nú ekki tilbúin að borga nokkra þúsund króna sekt svo ég prófaði að blikka lögguna og veifaði henni nett. Það trikk bjargaði mér alveg, löggan vinkaði bara á móti og hélt áfram ferðum sínum. Borgar sig greinilega að vera góðkunningi lögreglunnar. Þegar heim var komið var horft á Idol þar sem úrslitin voru svo sannarlega sanngjörn. Ég var þvílíkt farin að vorkenna stráknum.
Á laugardeginum var vaknað snemma og farið að læra en gaf mér smá tíma til að taka þátt í verðstríðinu sem er að verða þvílík geðveiki en bara gott um það að segja. Fór svo bara snemma að sofa á laugardagskvöldinu til að hafa krafta og vera betri á æfingu heldur en á sunnudeginum áður. Mæli með því samt að prófa að fara á æfingu eftir að hafa fengið sér aðeins í báða fæturna þá veit maður að það er ekkert sniðugt að mæta á æfingu daginn eftir eða að drekka daginn fyrir æfingu.