Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Olsen olsen

Snilldar partý sem ég var í á föstudeginum með HK- gellunum, gæjunum og fleirum. Fórum beint heim til Einars og Þóreyjar í pizzu eftir æfingu og helltum í okkur nokkrum köldum. Ýmsum ráðum var beitt til að fá mig til að skrifa undir félagaskipti, t.d. hellt í mig hot´n sweet og mér boðið heil flaska af sambucca. En þrátt fyrir góðar tilraunir tókst það ekki. Hef heyrt að þau ætla að halda annað partý fljótlega og bjóða mér og þau eru að reyna að finna önnur trix til að nota á mig. Eftir að nóttin varð ung og Scooter búinn að rúlla í græjunum fórum við Gása í bæinn og náðum í Grjóna í leiðinni. Heyrðum í Jóa sem var þvílíkt að spila olsen olsen og aðra eins upplifun höfum við aldrei heyrt. Gása var með hann í speaker sem ómaði um allt herbergið og engin smá innlifun í drengnum og æsingur við að spila olsen olsen. Hann er hér með kominn með viðurnefnið Jói Olsen. Við kíktum svo á Celtic og drógum Thelmu og Ester með okkur en þær voru fyrir utan Pravda sem er staður fyrir fólk sem klæjar. Skelltum í okkur cebab durum fljótlega fyrir lokun á Celtic og drifum okkur svo heim að sofa enda skítakuldi úti.
Engin þynnka á laugardeginum heldur reif ég mig á fætur um kl. 13 og horfði á Idol. Drifum okkur svo í veraHvergi og vorum þar í rólegheitunum að spila kana við tengdó.

Kem svo norður um næstu helgi að spila við Fylki. Það verður ýmislegt að gerast fyrir norðan þá, Stjáni bró ætlar að hafa opið hús í nýju íbúðinni sinni, Addi frændi og co verða fyrir norðan og Hulda og co úr Danmörkunni líka. Nóg að gera en bara verst að leikirnir eru laugardag og sunnudag. E-ð var Birna að gæla við þá hugmynd að halda innflutningspartý en það verður sennilega að bíða fyrst það eru leikir, eða hvað?