Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Partý partý

Alltaf er ég jafn ódugleg við að blogga og ég held ég nenni ekkert að breyta því neitt.
Var búin að blogga eftir síðustu helgi en svo er e-ð fokk í netinu hér, ég aftengdist og nennti ekki að skrifa aftur það sem ég var búin að gera.
En núna er að fara að koma helgi aftur og allt stefnir í skemmtilega helgi. Það er vísindaferð á morgun hjá heilbrigðisdeildinni og svo út að borða og partý með öllum deildunum úr HA. Ég er reyndar líka boðin í partý með vinkonum mínum í HK, e-ð verið að reyna að sleikja mann upp þar sem þær hafa heyrt að ég sé að fara að flytja í borgina :) Svo er bara spurning um að velja og hafna.