Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Risin upp

Jahérna hér, það er orðið svo langt síðan að ég hef bloggað að ég er næstum farin að gleyma hvernig þetta virkar.
Ég er nýbúin að rífa mig upp úr flensunni ógeðslegu þar sem ég lá frá föstudegi til miðvikudags með hita og stíflað nef. Vona bara að ég sé orðin spræk og tilbúin í leikina sem eru um helgina á móti HK í Kópavogi eins og Leoncie söng svo skemmtilega um ;) Flott sú kella!
Annars er bara mest lítið af mér að frétta. Er hætt við Mexico ferðina því við erum að reyna að finna okkur íbúð til að kaupa. Vorum komin með eina en hún var svikin af okkur 3 klst. áður en við ætluðum að ganga frá kaupunum : ( Helv... fúlt!!! Þannig að nú er það bara að fara aftur að leita.
Annars eru leikirnir í Digranesi kl. 21.30 á fös og 16 á lau. Endilega komið og hvetjið okkur stelpurnar úr sveitinni!