Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, desember 29, 2004

Notalegheit

Þá er maður kominn á Akureyri sem er bara alveg sérdeilis prýðilegt. Ég búin að hafa það alveg mjög gott um jólin. Labbaði af mér smá plássi fyrir jólasteikina með því að bera út póstinn og labbaði hana svo af mér að e-u leiti með því að bera út póstinn. Við fengum alveg helling af nytsamlegum jólagjöfum. Okkur fer bara að vanta pláss til að geyma þetta allt saman. Vona bara að það verði ekki langt í að við finnum eina fallega og huggulega íbúð í hjarta borgarinnar sem við getum stokkið á. Brjálað verð á þessum íbúðum í borginni það væri kannski bara sniðugast að kaupa risa einbýlishús með risa garði og sundlaug í Búðardal á sama verði og 2-3 herbergja íbúð í borginni. En ætli það sé e-ð að gera fyrir iðjuþjálfa og lögfræðing þar!!??

Svo styttist í áramótin, áramótapartýið og allt fjörið sem fylgir því.