Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólin koma og fríið líka

Þá er bara rúmur einn dagur til jóla og rúmur einn dagur þar til ég fer í jólafrí, jibbí. Er búin að vera að vinna alla daga síðan ég mætti í borgina. Spurning hvort ég hlakki meira til jólanna eða jólafrísins, nei annars það er engin spurning. Á eftir að versla tvær jólagjafir, eina handa tengdó og eina handa frænku hans Grjóna. Hugmyndir eru velþegnar!! Allt saman fólk á besta aldri.

Ég bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla, hafið það gott og njótið þess að borða en ekki þó of mikið það er aldrei gott, hef prófað það.