Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Afmæli

Þá er bloggið mitt orðið eins árs og hefur lifað misgóðu lífi. Stundum hefur því verið lítið sinnt og stundum hefur verið mikið í gangi. Hvað ætti maður að gera í tilefni dagsins? Tja... kannski bara halda áfram að læra!

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Læti kæti

Góður dagur sem ég átti í gær. Mætti í skólann um kl.12 og fór að læra. Var bara frekar dugleg því svo kl. 15 fór ég í 3 ára afmæli til Baldurs frænda Grjóna. Þar voru tengdó mætt og Kittý spassi. Gaman að hitta liðið og ég tala nú ekki um að fá dýrindis kökur. Ég fór svo að vinna í Lostæti kl. 19-01 því staffið var með árshátíð og vantaði e-n til að sjá um uppvaskið og annað. Þar sem ég kemst mjög nálægt því að vera gul eða jafnvel svört fannst kallinum tilvalið að fá mig í þetta djobb. Það eru ekki nema 4 ár síðan ég var að vinna þarna en mér leið eins og það hefði kannski verið 1/2 ár. Þvílíkt gaman að hitta allt liðið aftur og rugla í helvítis kellingunni eins ég og hún kjósum að kalla hana. Eftir vinnuna kíkti ég svo í partý til Birnu þar sem flestir voru með í báðum tánum ef ekki báðum fótunum.
Dagurinn í dag fer svo bara í það að læra, ekki nema 2 verkefni sem við þurfum að skila á morgun.