Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, september 30, 2004

Tíminn líður

Vá hvað tíminn líður hratt! Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan ég hætti að vinna á sambýlinu og byrjaði á BUGL. Ég er búin að vera 6 vikur á BUGL og bara ein vika eftir. Þannig að maður á bara eftir eina viku í borginni og svo er maður flúinn á landsbyggðina. Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningu ég hef fyrir því að fara norður aftur. Það verður sennilega gaman að byrja í skólanum aftur og byrja að æfa aftur með KA en það verður ekki gaman að vera án Grjóna míns : ( Það verður líka hálf fáttæklegt á Akureyrinni, við verðum bara 4 vinkonurnar.

Annnars er djamm á morgun og sennilega síðasta djammið mitt í borginni í e-n tíma.

Kom auga á þessa grein:
Aldrei gott að sofa í vinnunni
Það hefur aldrei reynst vel að sofa í vinnunni og jafnvel ekki þó að þú vinnir hjá sjálfum þér. Þetta fékk 24 ára gamall strákur að kynnast er hann sofnaði í vinnunni. Hann vinnur ekki neina venjulega vinnu heldur er hann aðalstarf að ræna og rupla að næturlagi á meðan að aðrir sofa. En eftir eina erfiða nótt þar sem hann hafði meðal annars rænt bíl, fékk hann sér smá blund í bílnum. Lögreglan á Honolulu þar sem hann býr kom að honum þar sem bílinn stóð út í kannti og hann steinsofandi, eftir smá eftirgrennslan lögreglunnar kom í ljós að þarna var um stolin bíl að ræða og þeir vöktu kappann og skelltu honum í handjárn.

þriðjudagur, september 28, 2004

Komið með stóla

Hittumst loksins vinkonurnar og makar sem erum búsett í borginni. Við höfðum það mjög næs og pöntuðum okkur austurlenskan mat sem var þvílíkt góður. Síðan slúðruðum við slatta, sömdum lag sem við erum að hugsa um að gefa út. Enginn smá fílingur í Elsu kellu það mætti halda að hún hefði verið búin að fá sér neðan í báða fæturna eða sett túrtappa, dífðum oní vodka, upp í rassgatið á sér. Sjaldan séð manneskjuna flippa svona helling, usss hún var alveg kreisí og bara gaman að því. Besta samkoma sem ég hefið farið í í langan tíma. Borgar sig greinilega að mæta með stóla í partýið.....
Svo er bara djamm á föstudaginn. Munið stólana.. Kannski verður minna um gerfiáhrif á þeim bænum en þessum. Svo er líka alltaf gott hjá fólki að eiga kiwi ;)