Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, september 18, 2004

Dugnaður

Uss... mín alveg að tapa sér. Fór á blakæfingu í gær og ekki laust við að ég hafi fengið örlitla strengi. Snilldar æfing og vel tekið á því en það var líka greinilegt að ég hef ekki spilað inniblak í nokkra mánuði. Í dag fór ég svo í 3 tíma fjallgöngu inn í dal í Hveragerði. Er svo að hugsa um að taka því rólega á morgun. Nema ég labbi á Esjuna eins og ég talaði um í gær.
Fór í morgun og keypti okkur Grjóna miða á Damien Rice sem verður með tónleika á Nasa 23.sept. Snillingur þar á ferð og ég hlakka geggjað til. Það var e-r snilli sem laug að heilli röð að það væri uppselt og þegar ég var á leiðinni út úr Skífunni (úhh auglýsing) heyrði ég e-n segja að það hefði fundist bunki af miðum eftir. Ég hitti Ragga hennar Elsu í dyrunum og hann tróð sér fremst í röðina og reddaði okkur miða. Hann er greinilega ekki eins saklaus eins og hann virðist vera, troðningur í gutta.
Ætla að taka því rólega í kvöld og horfa á Nemo og passa Salome frænku.

föstudagur, september 17, 2004

Tár, bros og takkaskór

Jæja jæja kannski kominn tími á mann.
Allt gengur vel í verknáminu og var í miðjumati í morgun og það er sko nóg að gera. Lífið gengur líka vel nema frægðin er aðeins farin að segja til sín og einmitt í kvöld er Svínasúpan.
Á morgun er stefnan tekin á Esjuna EF veður leyfir. Maður þarf alltaf að hafa e-ar afsakanir tilbúnar ef maður skildi svo ekki nenna.
Fór á Notebook um daginn, vá það er góð mynd og alveg hægt að snökkta aðeins yfir henni. Mæli með henni fyrir þá sem fíla að missa nokkur tár í bíó.
Góða helgi og farið vel með ykkur!