Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 10, 2004

Takk takk

Ég vil bara þakka öllum fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk í frá ykkur í gær.
Ég átti mjög góðan dag í gær. Var að vinna til 13 og fór svo í kynningu hjá Hugarafli. Við Grjóni fórum svo út að borða á A Hansen (axarmorðingjastaðinn) og ég fékk allt frítt nema forréttinn. Ekki amarlegt það. Fékk mér rosalega góðan humar í forrétt, önd í aðallrétt og fékk svo logandi ís í eftirrétt. Meiriháttar staður og gott að borða. Ætluðum svo í bíó en vorum bæði svo södd og þreytt eftir að hafa etið svona mikið að við horfðum bara á DVD í staðinn.

mánudagur, september 06, 2004

Íslandsmeistarar í strandblaki :)