Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, ágúst 09, 2004

Þornaður sviti

Fösturdagurinn
Mætti á Akureyrina um kvöldið og beint í matarboð til Líneyjar vinkonu. Sérdeilis prýðilegur matur þar á ferð eins og alltaf þegar Líney eldar. Eftir mikið át og kjaftagang förum við niður í bæ. Byrjuðum á að taka nokkra leiki í púli. Alveg er ég hræðilegur leikmaður í því, bjóst við að ég væri betri eftir alla æfinguna í Nintendo hér í gamla daga. Á meðan við vorum að spila hringdi löggan í okkur og við stelpurnar rukum út og kysstum hana.
Kítum svo á Sveitta sem var ekkert svo sveittur og lokaði 3.
Laugardagurinn
Fór í Brynju og keypti mér ís.... uummm alltaf góður. Keypti mér líka kort í ræktina því nú á að fara að byrja að taka á því og koma sér í form fyrir íslandsmótið í strandblaki. Við Birna ætlum nefnilega að taka þátt.
Svo var brúðkaupið bara snilld. Þau sögðu bæði já og allt voða fallegt. Veislan var svo haldin í Hamri og mikið stuð þar á ferð. Mikið um ölvun og aðra skemmtun. Brúðurin var farin að afgreiða á barnum og náðust góðar myndir af henni þar t.d. að taka í nefið í brúðarkjólnum. Bara flott... Eftir að veilsan var búin lá leiðin niður í bæ. Við gæddum okkur á freyðivíni, sem Beggi vann í einum leiknum í veislunni með pínu svindli, á leiðinni þangað. Alveg dauður bær. Kíktum á Dátann þar sem voru 4 fyrir utan okkur og þar af 2 starfsmenn. Ekkert um svita á Sveitta svo við kíktum á Amor og Siggi bró og fleiri mættu á svæðið og smá fjör skapaðist þar. Annars rólegt og fátt um fína drætti.
Sunnudagurinn
Matarboð heima, fullt af fólki og sólbaðsveður. Fórum svo aftur í rigninguna og rokið kl.18.
Mánudagur
Fór í ræktina og helv... ánægð með mig.
Þriðjudagur
Fer á Pink-tónleikana :) Kann engin lög með henni en hún er bara kúl.
Miðvikudagur
Fer norður í góða veðrið og verð fram á sunnudag eða mánudag.