Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Versló

Þá styttist óðum í fylleríshelgina miklu. Planið hjá okkur Grjóna er að fara í Galtalæk á fös og fara svo í Verahvergi á lau og tjalda jafnvel inn í dalnum þar. Þar er heit laug sem hægt er að baða sig í, alveg rosalega þægilegt. Ef e-r vilja koma með þá er það alveg velkomið. Við erum allavega ekki að nenna að fara norður 3 helgar í röð. Förum helgina eftir versló í brúðkaup hjá Einari bróður Grjóna og helgina eftir það verður amma 80 ára og heldur veislu.