Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júní 10, 2004

Kóngsins Köben

Eins og kannski sumir vita þá þarf ég helst að fara til útlanda 2x á ári. Þannig að við Grjóni bara redduðum málunum og pöntuðum okkur flug til Köben. Við förum út 15. júlí og komum heim 19. júli. Betra er stutt en ekkert eins og ég hef áður sagt.
Á morgun förum við svo norður til að fagna útskrift Kötu og Birnu, sem eru á laugardaginn. Ég á von á góðu djammi þar sem það er langt síðan við pigerne höfum djammað allar saman. Reyndar verður Hanne ekki með þar sem hún er á Drangsnesi sem er e-ð með nokkrum húsum, varla hægt að kalla þetta þorp.
Góða helgi....

þriðjudagur, júní 08, 2004

Tíminn líður hratt...

Ótrúlega lítið að gerast þessa dagana. Var á námskeiði í gær og er að fara á annað á morgun. Var að vinna síðustu helgi og þar sem það var sól og gott veður var bara legið í sólbaði og farið á kaffihús.
Næsta helgi verður e-ð skrautlegri þar sem ég er að fara norður í útskriftina hennar Kötu og þar verður e-ð í fljótandi formi. Ótrúlegt að stelpan skuli vera að útskrifast,ekki eldri en hún er ;) Svona líður tíminn hratt. Man svo vel eftir því þegar við héldum upp á 13 ára afmælið hennar og 18 ára afmælið okkar Binna og það eru að verða 6 ár síðan....