Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, júní 01, 2004

Helgin

Föstudagur
Vann, fór á hringl, lagaði til, bakaði, horfði á Idol, tók á móti Hörpu. Lóa og Jóhann komu svo heim og við stelpurnar fengum okkur bjór og fórum svo á Celtic og fengum okkur meiri bjór. Fékk frían bjór því það var e-r gaur svo elskulegur að gefa mér bjór þó svo að ég sagði honum að ég nennti ekkert að tala við hann heldur bara vildi bjórinn. Kynntumst Ölla og félögum hans og e-m öðrum félögum hans á Celtic. Við Harpa vorum á djamminu til 7 með Ölla. Nokkrir minjagripir komu með okkur Hörpu heim. Á pubnum 11 fékk ég hrós frá NY búa um að ég talaði mjög góða ensku og hann meira að segja spurði hvort ég hefði búið í Englandi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verðið kaldhæðni hjá honum því ég var nýbúin að segja honum e-n veginn á þennan hátt: You have to hit the toilet when you pee.......
Gott af fá sér skúffuköku og mjólk svona snemma morguns og fara svo að sofa.
Laugardagur
Vöknuðum um 13 og fórum í Kringluna að skoða og jú versluðum líka aðeins. Allt í einu átti ég pening, eyddi samt engu eftir að ég komst að því að ég ætti e-ð í buddunni. Komum ekki heim fyrr en 18,30 úr verslunarleiðangrinum. Ég ætlaði að vera voðalega góð og bjóða Hörpu og Lóu í mat um kvöldið og var búin að krydda lambið með lambakjötskryddi og setja hvítlauk og flotterí á það og lyktin var rosalega góð. Fannst þetta reyndar frekar skrítið lambakjöt þar sem það var ekkert bein í því því þetta átti jú að vera e-s konar hryggur. En hvað um það eftir rúman klukkutíma í ofninum var lambið til og þegar ég ætlaði að skera í það var það svo seikt að ég þorði fyrst þá að viðurkenna að þetta var ekki lamb heldur naut. Við reyndum samt að borða það og stelpurnar þorðu nú ekki að segja mikið við matarborðið. Held að þeim hafi ekkert fundist þetta neitt gott. Ég viðurkenni það að þetta var seigasti matur sem ég hef smakkað en alls ekki sá bragðversti. Eftir langan kvöldverð fengum við okkur bjór og Fjóla og Sturla slógust í hópinn. Jóhann kom svo til okkar eftir vinnu og hann var alveg þreyttur sem draugur efir langan vinnudag. Fórum á Celtic og hittum Ölla þar, hann hafði reyndar boðið okkur í partý um kvöldið e-s staðar sem var of langt í burtu fyrir okkur þannig að við ákváðum að hitta hann á Celtic. Fékk líka frían bjór þetta kvöldið. Bara minna þig á það Lóa... Þar lokaði kl. 3 og eftir það fórum við Lóa, Harpa og Ölli og biðum í lengstu röð ever eftir að fá einn skitinn bát ekki Hlölla heldur hitt. Reyndar fékk ég fríian bát þar sem ég var svo elskuleg að panta tvo báta fyrir e-n gaur með því skilyrði að hann myndi borga. Þegar við vorum á leiðinni heim þá hittum við vini Ölla og ákváðum að hafa eftirpartý og klukkan sennilega e-ð um 5. Partýið stóð til kl. 7 og Harpa var partýljón dauðans, þ.e svaf sínu værasta.
Sunnudagur
Sváfum sæmilega vel þrátt fyrir mikið og gott djamm, vöknuðum reyndar upp við ýmislegt, hund, krakkaöskur, hund og hurðaskelli. Fórum á fætur um 16 eftir misgóðan svefn. Hressar og klárar í að fara út að borða eða á kaffihús. Ekki mikið þyrstar í bjór þennan dag þrátt fyrir enga þynnku. En svo varð ekkert úr því heldur bauð Harpa okkur Fjólu í pizzu og við horfðum svo á video allt kvöldið og fórum snemma að sofa allar þrjár. Um nóttina/morguninn vaknaði og við hliðina á mér lá köttur!!! Ég hata ketti og mér drullubrá, öskraði og rauk á fætur svo kötturinn hoppaði út í glugga og ég reyndi að ýta á rassinn á honum með koddanum mínum svo hann myndi stökkva út. En nei nei hann var of feitur til að komast í gengum rifuna svo ég þurfti að opna gluggan betur. Ég var dálítið smeik og Harpa lét sem hún væri sofandi eftir að hún komst að því að ég var ekki að öskra upp úr svefni. Mér tókst svo að opna gluggann betur og henda kvikindinu út og var með dúndrandi hjartslátt. Ógeðslegt að vakna upp við svona, köttur sem situr og starir á þig meðan þú sefur...
Mánudagur
Harpa fór heim og ég sótti lið út á Keflavíkurflugvöll. Lagði mig svo aftur þegar ég kom heim og gerði mest lítið þennan dag.

Vona að ég sé ekki að gleyma miklu....