Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, mars 19, 2004

Er kominn tími á mann?

Alltaf verið að pressa e-ð á mann þegar maður er á fullu í verkefnum. Hvað er meira freystandi en pizza og bjór á föstudagskvöldi? Í kvöld er hæfileika keppni HA þar sem fólk ætlar að sýna hvað í því býr. Ég er ekki að fara að taka þátt en þar sem Kata verður ein af dómurunum hefði ég nú átt góða möguleika á sigri. Heilbrigðisdeildin ætlar að hittast á Dátanum og drekka bjór og eta pizzu. Við buðum að sjálfsögðu Kötu dómara í það teiti til að tryggja okkur sigur. Það þýðir ekkert að bjóða henni pening þar sem hún á nóg af honum sjálf og er dugleg við að styrkja hina og þessa.

mánudagur, mars 15, 2004

Tuðarar dauðans

Dísús helv.... nödlurpjötlur eru þessarar stelpur í Þrótti RVK. Ég allavega vil veita þeim þau óheiðursverðlaun fyrir að vera mest tuðandi liðið í deildinni. Til óhamingju með það......
Þær vældu yfir öllu og gerðu allt sem þær gátu til að rakka okkur niður sem er samkvæmt reglum BLÍ bannað. Sumir vilja meina að þetta flokkist undir það að vera tapsár með því að koma með svona yfirlýsingar en ég er ekkert svekkt yfir því að hafa tapað. Við áttum góðan leik á sunnudeginum og náðum vel saman sem lið. Þær voru allar að væla í dómaranum en í raun og veru má enginn segja neitt inni á vellinum nema fyrirliðinn. Ég endaði með að segja þeim að hætta þessu helv... væli og reyna að spila blak. Ótrúlegt að leikmenn og þjálfari þurfi sýna svona mikil merki um óþroska með því að vera niðurlægja hitt liðið og segja svo eftir leik að við í KA eigum óþroskaðan þjálfara þar sem hann vildi ekki þakka þeim fyrir leikinn. Hvernig væri að líta í eiginn barm og sjá hvort sé óþroskaðarari þjálfari að fá leikmenn sína til að tala niðrandi til hins liðsins eða vilja ekki þakka liði fyrir þessa fáránlegu hegðun???

Annars var helgin bara róleg og fín.