Veikindaleyfi
Vorum í skoðun í morgun og allt sem við kemur krílinu okkar kom vel út. Hins vegar vill ljósan að ég hætti að vinna á morgun og fari að taka því rólega þar sem neðri mörkin voru farin að hækka aðeins en ekkert fannst í þvaginu og ólíklegt að ég muni þróa með mér meðgöngueitrun. Ég þori ekki annað en að fara eftir því sem ljósan segir og leggjast með tær upp í loft og láta stjana í kringum mig.
Endilega kíkið í heimsókn ef þið hafið tíma, ég verð allavega heima að hafa það notalegt.
Annars var helgin alveg biluð. Fórum í mjög skemmtilegt og heiðið brúðkaup til Benna og Höllu á laugardaginn. Alsherjargoði vígði þau saman úti í roki og hávaða frá trjánum svo ekkert heyrðist hvað hann sagði en við vonum að þau hafi bæði sagt já, allavega settu þau upp hringana, kysstust og fóru saman á hestvagni eftir vígsluna. Eftir brúðkaupið kíkti ég svo við á árshátíð BLÍ. Það var svolítið öðruvísi í ár heldur en fyrri ár þar sem ég hef aldrei áður verið edrú á þessum hátíðum. Þvílíkur hávaði og trúnóspjall, man ekki eftir að þetta hafi verið svona hin árin ;)
Sunndaginn fór ég svo í Keflavík í fermingarveislu til Elmars frænda og át næstum því á mig gat.
Gleðilega páska!!
Endilega kíkið í heimsókn ef þið hafið tíma, ég verð allavega heima að hafa það notalegt.
Annars var helgin alveg biluð. Fórum í mjög skemmtilegt og heiðið brúðkaup til Benna og Höllu á laugardaginn. Alsherjargoði vígði þau saman úti í roki og hávaða frá trjánum svo ekkert heyrðist hvað hann sagði en við vonum að þau hafi bæði sagt já, allavega settu þau upp hringana, kysstust og fóru saman á hestvagni eftir vígsluna. Eftir brúðkaupið kíkti ég svo við á árshátíð BLÍ. Það var svolítið öðruvísi í ár heldur en fyrri ár þar sem ég hef aldrei áður verið edrú á þessum hátíðum. Þvílíkur hávaði og trúnóspjall, man ekki eftir að þetta hafi verið svona hin árin ;)
Sunndaginn fór ég svo í Keflavík í fermingarveislu til Elmars frænda og át næstum því á mig gat.
Gleðilega páska!!
3 Comments:
At 04 apríl, 2007 08:40,
Nafnlaus said…
Hey skvís, ég fer í morgun/hádegismat til Gísla bró á morgun og alveg tilvalið að smella einum á þig og bumbuna í leiðinni.... bjalla í þig :-)
Faruð svo vel með þig stelpa!!
At 04 apríl, 2007 09:08,
Nafnlaus said…
Endilega kíktu við!
At 04 apríl, 2007 11:19,
Nafnlaus said…
jahérna! ertu hætt að vinna?? við sem ætluðum að hafa kveðju morgunkaffi fyrir þig í næstu viku!!! ;) Heyri í þér eftir helgi:)
Skrifa ummæli
<< Home