Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, janúar 15, 2007

Slappleiki, hor og naflaskoðun

Eitt af því leiðinlegasta sem ég veit er að vera lasin, reyni bara að verða það einu sinni á ári og yfirleitt á þessum tíma. Er t.d. núna með mikið hor og er að verða búin að fylla heila wc-rúllu af hori. Þessu mikla hori fylgir mikill slappleiki, þreyta og bæði lyktar- og bragðskynið hverfur, vona bara að ég fái ekki hita með þessu.

Um daginn var mér litið á naflann minn og sá að hann var að taka miklum breytingum, hann er farinn að standa út, pínu skondið og það er hægt að spila á hann nema það kemur bara ekkert hljóð.

Fórum til ljósunnar í síðustu viku og allt leit vel út. Þegar ljósan var að leyfa okkur að heyra hjartsláttinn fékk hún spörkin á móti sér, krílið okkar aðeins að hrekkja hana ;) Það er duglegt að láta vita af sér og alveg frábært að sjá bylgjurnar sem myndast á bumbunni þegar það hreyfir sig.

6 Comments:

  • At 16 janúar, 2007 18:40, Anonymous Nafnlaus said…

    Litla stelpan ykkar er ekki ólík Söru greinilega:) Dugleg að sparka;)

     
  • At 18 janúar, 2007 14:46, Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki gott þetta með horið en vonandi læðist þetta úr þér fljótlega!! Hehehe þegar naflinn fer svona er það bara fyndið. Já það er greinilega kraftur í litla krílinu, enda kraftmiklir og athafnasamir foreldrar ;-)

     
  • At 19 janúar, 2007 09:58, Anonymous Nafnlaus said…

    Ok..er þetta stelpa...eða bara ákvörðun Lóu??;)

     
  • At 19 janúar, 2007 16:04, Anonymous Nafnlaus said…

    vá findið.. ég er nokkrum sinnum búin að lesa yfir commentið hennar Lóu þegar ég hef kíkt hingað inn. En aldrei séð neitt athugavert við það.. en ég spyr eins og Birna.. er þetta stelpa ???

     
  • At 19 janúar, 2007 17:41, Anonymous Nafnlaus said…

    Þar sem Karen hefur ákveðið að hundsa þetta komment mitt algjörlega þá verð ég víst að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um kynið. Þetta átti bara að vera svona trikk til að veiða þetta upp úr henni:) Tókst ekki. En ég giska á stelpu....hef ekkert fyrir mér í því nema að Jóhanna átti strák fyrst, svo ég stelpu, svo strákur hjá BB þannig að er það þá ekki stelpa næst í röðinni!

     
  • At 19 janúar, 2007 21:28, Anonymous Nafnlaus said…

    Loksins virkar tölvan hér!
    Eins og ég hef sagt við Lóu og fleiri sem spyrja þá eru 50% líkur á að þið hafið rétt fyrir ykkur ;)Við gefum ekkert upp hvort kynið þetta er allavega ekki strax.

     

Skrifa ummæli

<< Home