Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, desember 08, 2006

Módel og friðarsinni

Fórum í 20 vikna sónarinn í dag og það fyrsta sem við sáum var að krílið okkar setti upp peace merki með fingrunum, ekkert smá flott. Síðan horfði það beint á okkur og spjallaði þessi ósköp eða kannski var það bara að syngja eða geyspa. Hjúkkan vildi meina að þetta væri flott módel sem við eigum og við erum sko sammála því og fengum myndir með okkur heim. Hún sagði líka að allt liti vel út og væri eins og það ætti að vera :)
Hjúkkan skrifaði svo niður kynið á miða sem við geymum vel í lokuðu umslagi.
Áætlaður fæðingardagur er 27. apríl.

7 Comments:

  • At 09 desember, 2006 10:07, Anonymous Nafnlaus said…

    hihihi.. þetta er algert æði :P

     
  • At 10 desember, 2006 11:56, Anonymous Nafnlaus said…

    Á svo ekki að koma með mynd af módelinu í vinnuna???? ;)

     
  • At 10 desember, 2006 19:59, Anonymous Nafnlaus said…

    Björg ég skal mæta með þær á þriðjudaginn :)

     
  • At 11 desember, 2006 08:52, Anonymous Nafnlaus said…

    Æi krúttlegt :-)

     
  • At 13 desember, 2006 20:50, Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig væri að fara að setja inn myndir

     
  • At 21 desember, 2006 08:20, Anonymous Nafnlaus said…

    dreymdi þig helling í nótt.... vorum búnar að bíða í biröð til að geta hrúgað allskonar kökum á diskinn okkar í einhverju mötuneyti uppí Hrísalundi. Búnar að setja kanelsnúða, súkkulaðiköku, kleinur og smákökur á disk og mjólk í glas... löbbuðum að borðinu okkar, svona líka skæl brosandi og sáttar, horfi á diskinn minn og þá hringir vekjaraklukkan...... held ég verði að fara útí bakarí á eftir!!!

    Hafið það annars gott ég ég hlakka til að hitta ykkur um jólin :-)

     
  • At 21 desember, 2006 17:42, Blogger Bakkabakkinn said…

    Gaman að þessu draumi Kata, þetta er einmitt það sem ég er hvað æstust í þessa dagana ;)

    Hlakka helling til að hitta þig um jólin!

     

Skrifa ummæli

<< Home