Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, nóvember 25, 2006

Eitt og annað

Ég er búin að vera voðalega ódugleg við að blogga. Enda kannski ekkert mikið spennandi að blogga um nema þá litla krílið í bumbunni ;) Fáið fréttir af því í lok næstu viku.

Við í vinnunni fórum út að borða í gær á Caruso þar sem ég fékk alveg geggjaðan mat.
Fór á blakleik HK-KA bæði í gær og í dag. Það var nú pínu furðulegt að vera að hvetja stelpurnar af áhorfendabekknum en mér fannst ekkert skrítið að vera ekki að spila þar sem ég vissi í upphafi vetrarins að ég yrði ekkert með nema þá í fyrsta leik. Það kom góð kona til mín í gær á leiknum og sagðist hafa séð að ég væri ólétt í TV-leiknum á móti Þrótti RVK, góð augu sem sú kona hefur, enda ljósmóðir...

Er alveg að fara að komast í jólaskap, bjó til nokkur jólakort í vinnunni á fös og svo er mig mikið farið að langa til að kaupa jóladót og fara að skreyta heima, allavega setja upp seríur. Svo fer að koma tími til að baka jólakökur og gera laufabrauð.

4 Comments:

  • At 26 nóvember, 2006 16:51, Anonymous Nafnlaus said…

    já ég hlakka til að fá bumbufréttir ;) en hvernig gengur bumbustækkununin??

     
  • At 26 nóvember, 2006 17:28, Anonymous Nafnlaus said…

    Bumban fer stækkandi en er ekkert stór. Fólk er farið að þora að spyrja hvort ég sé ólétt. En svo hef ég líka verið spurð hvenær bumban komi eiginlega.
    En hjá þér skvís?

     
  • At 27 nóvember, 2006 08:56, Anonymous Nafnlaus said…

    Æi þið eruð svo krúttlegar svona óléttar smana.... mússí músss :-)

     
  • At 27 nóvember, 2006 12:12, Anonymous Nafnlaus said…

    híhí.. hlakka líka til að fá krílisfréttir.. og líst vel á jólafílingin.. Ég ætla mér ekki í jólaskap fyrr en 12 des :) þá er ég búin í prófum.. blessaða landafræði prófinu ;) hehe!!

    En ég er samt sem áður búin að gera öll jólakortin. Það var nefninlega jólaföndur í vinnunni og ég gerði þau þar :D ótrúelga flott hjá mér sko!!

     

Skrifa ummæli

<< Home