Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, desember 04, 2006

Dugnaður

Tónleikarnir voru ansi fínir á föstudaginn.
Á laugardaginn var svo farið í laufarbrauð þar sem við gerðum 40 stk. fyrir okkur tvö (þrjú) enda langt til jóla svo það er engin hætta á að þetta verði ekki nóg.
Sunnudagurinn fór svo í það að laga til, erum loksins búin að losa gestaherbergið svo við getum verið með næturgest(i). Þvílíkur munur að vera laus við allt draslið þar inni, verkfæri, flísar, húsgögn, skó, hurðir, spegla o.fl. drasl. En baðið er ekki enn til :( Annars er pleisið bara að verða nokkuð fínt og ég tala nú ekki um eftir að við settum upp jólaljós.

Stefnan er tekin norður á jóladag ef veður og færð verður góð og við ætlum að vera fram yfir áramót. Er farin að hlakka mikið til að komast norður, var þar síðast um versló svo kannski kominn tími til að láta sjá sig þar.

3 Comments:

  • At 05 desember, 2006 19:32, Anonymous Nafnlaus said…

    Einmitt...komin tími til að þið komið...en ég fer víst vestur yfir jólin!!!Týpist...við verðum hinsvegar heima um áramótin þannig við mælum bumbuna þá ;)

     
  • At 06 desember, 2006 17:10, Anonymous Nafnlaus said…

    Já við förum í mælingar meðan hinar detta í´ða ;)

     
  • At 08 desember, 2006 11:51, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég get líka verið memm í bumbumælingum ótt það sé ekkert lifandi inní minni bumbu...

    Hlakka til að sjá ykkur :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home