Ferðasagan
Jæja þá gef ég mér loksins tíma til að segja frá ferðinni okkar múttu til Minneapolis.
- Vorum teknar í security check á Keflavíkurvelli. Við vorum 15 mín í checkinu og í innritunni og komust svo í fríhöfnina strax meðan hinir voru rúma klst. í röðinni eftir innrituninni. Þannig að ég mæli sko með security check.
- Við fengum bestu sætin í vélinni (þökk sé security check) sátum tvær, höfðum nóg pláss fyrir fæturna og gátum hallað sætunum vel aftur því það var langt í næstu sætaröð.
- Þurftum að bíða klst. eftir tómu töskunum okkar á flugvellinum úti, Kaninn e-ð lengi að drösla þeim á færibandið.
- Létum hótelrútuna bíða eftir okkur í 10 mín þar sem við héldum að það ætti að vera kona sem væri að keyra rútuna.
- Fengum fínt herbergi.
- Drifum okkur í Albertvill um leið og við vöknuðum daginn eftir þar sem ég eyddi næstum öllum gjaldeyrinum mínum.
- Fórum í Target á öðrum degi þar sem ég kláraði gjaldeyrinn minn og þurfti að nota kortið mitt. Kíktum líka í Mall of America þar sem ég gat eytt enn meiru.
- Fórum í Mall of America á þriðja degi þar sem ég ætlaði nú ekki að eyða neinu en gerði það samt.
- Síðasta daginn fórum við aftur í Target þar sem ég ætlaði heldur ekki að eyða neinu en gerði það samt.
- Átti auðvelt með að tapa mér í búðunum og langaði að kaupa helling handa krílinu en ákváð að láta það bíða þar sem við vitum ekki kynið og fáum auk þess fullt lánað.
- Lentum í smá ævintýri þegar við vorum að tékka okkur inn úti. Græna kortið, til hvers?
- Góð ferð í alla staði en finnst ég samt ekki hafa verslað mikið þegar allt er komið upp úr töskunum.
2 Comments:
At 07 nóvember, 2006 08:44,
Nafnlaus said…
Verslunarferð til Ameríku.... vá hvað þetta hljómar vel :-)
At 08 nóvember, 2006 23:34,
Nafnlaus said…
Frábært að ferðin lukkaðist svona vel.....:-)
Skrifa ummæli
<< Home