Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 03, 2006

Byrjar puðið

Ég sé ekki fram á rólega og notalega helgi. Það eru nefnilega landsliðsæfingar alla helgina og miðað við hvernig þetta var fyrir Nígeríu ferðina er ég strax farin að kvíða fyrir. Ég labbaði eins og halta hóran á barnum á hótelinu í Nígeríu. Það er æfing í kvöld og tvær á laugardag og sunnudag. Það er nefnilega mót, EM-smáþjóða, 19.-21. maí og stefnt á að hafa góðan undirbúning fyrir mótið. Lítur út fyrir að blaksambandið ætli að leggja metnað í þetta landsliðsverkefni.
Næstu helgi er ég svo að fara norður að keppa við mitt gamla félag KA. Það verður sennilega e-ð skrítið að keppa í KA-heimilinu á móti KA. Veit ekki hvernig verður með pabba hvort hann þori að kíkja, hann mun sennilega ekkert vita hvernig hann eigi að haga sér.

5 Comments:

  • At 04 febrúar, 2006 18:38, Anonymous Nafnlaus said…

    Haha.. ég sé pabba þinn allveg fyrir mér tvístíga fyrir utan í KA treyju og spjald sem stendur á áfram Karen !! Og ekki þora inn!!
    HAHAHAHA!

     
  • At 04 febrúar, 2006 19:57, Anonymous Nafnlaus said…

    hehe ég dreg pabba þinn með mér. Hann verður bara að öskra áfram KA og áfram Karen!!!

     
  • At 04 febrúar, 2006 20:07, Blogger Eygló said…

    ekki veit ég með hverjum ég á að halda...

     
  • At 06 febrúar, 2006 09:05, Anonymous Nafnlaus said…

    Hann tilkynnti mér það nefnilega eftir að ég hafði félagaskipti að hann myndi hætta að mæta. Svo veit maður aldrei...

     
  • At 06 febrúar, 2006 10:37, Anonymous Nafnlaus said…

    Hehehe, þetta verður fróðlegt að sjá.... annars erum ég og sambýliskonan á leið suður 17-19 feb. Taktu helgina frá :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home