Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, janúar 23, 2006

Helgin

Hef ekki nennt að blogga lengi....
Helgin fauk e-n veginn í burtu.
Á föstudeginum var bóndadagurinn en ég gat nú lítið sinnt bóndanum, færði honum þó blóm þegar ég kom heim úr vinnunni. Á laugardaginn fórum við Birna á smá hringl og svo kom Fannar Hrafn frændi og snillingur í pössun til mín. Hann er rúmlega fimm mánaða og ég fékk þann heiður að vera fyrsta manneskjann til að passa hann. Við vorum rosalega góð saman, skemmtum okkur vel við spjall og hlátur.
Á sunnudeginum átti Grjóni afmæli og ég hafði einnig lítinn tíma til að sinna honum :( Hann á sko helling inni hjá mér. HK-gellurnar komu í mat fyrir leikinn á móti Þrótti RVK. Leikurinn fór 1-3 fyrir okkur. Mér fannst þetta frekar dapur leikur, þar sem ég var allavega ekki að spila minn besta leik, alveg langt frá því. En maður gerir þá bara betur næst.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home