Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, janúar 30, 2006

Frábær helgi

Við brunuðum norður eftir vinnu og náðum seinni hálfleik í handboltanum. Drifum okkur svo til Hanne og co og horfðum á Idolið. Flottur Sævar og mikill vinur okkar Grjóna. Á laugardagsmorgun fórum við Hanne svo á skíði í 11 stiga hita, roki og rigningu. Alveg ekta skíðaveður (eða þannig ) og harðfenni og blautt færi til skiptis. Greinilegt að ég hafði engu gleymt á skíðunum nema það tók ansi langan tíma að komast í klossana og rifja upp hvernig maður fer í skíðin. Komst líka að því að skíðin mín sem eru 10 ára gömul eru ekki lengur í tísku, komin önnur og flottari lögun á skíðin í dag og þau eru ekki eins skær og í gamla daga. Ég var svo huguð og dreif mig líka upp í strítu þar sem beið mín haglél að það stór sá á andlitinu á mér. Eftir skíðin kíkti ég svo í sveitina á ömmu. Við Grjóni fórum á Fullkomið brúðkaup sem var bara snilld, ég veltist um af hlátri alla sýninguna. Mæli með þessu stikki. Eftir Brúðkaupið var svo veislan sem var mjög skemmtileg, fullt af góðum skemmtiatriðum og svo flæddi matur og bjór um öll borð. Við kíktum svo á Sveitta (komnar inn myndir), ég Grjóni, Binni, pabbi og mamma. Gömlu voru ekki alveg að fíla þetta en þegar pabbi náði að útiloka músíkina skemmti hann sér vel. Flottur pabbi !!! Kata var að vinna og svo kom Harpa, gaman að sjá stúlkurnar. Kata datt í gólfið eftir högg frá Binna. Maður reyndi að pissa á bílin hjá mömmu og pabba en fékk aldeilis ekki blíðar kveðjurnar frá okkur. Allavega skemmtilegt kvöld sem átti að enda í eftirpartýi en ég gugnaði á því þar sem við vorum að fara að keyra norður daginn eftir. Var líka fegin að hafa sleppt því þegar ég sá hvað Binni var þunnur.

3 Comments:

  • At 30 janúar, 2006 13:47, Anonymous Nafnlaus said…

    Engir flottari en foreldrar þínir :-)
    Hahaha, hefði viljið sjá á video þegar ég þrusaðist útí vegg og þið eruð bara heppin að hafa beilað á eftirpartýinu...
    En gaman að sjá ykkur þótt það hafi verið stutt!!

     
  • At 03 febrúar, 2006 00:00, Blogger Eygló said…

    ældi Binni í bílinn?

     
  • At 03 febrúar, 2006 11:37, Anonymous Nafnlaus said…

    Nei sem betur fer gerði hann það ekki. En ég átti alveg eins von á því þar sem hann hefur alveg ælt í bíl þegar ég hef verið að keyra ;)Blessuð sé minning hennar Brúnku

     

Skrifa ummæli

<< Home