Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, desember 31, 2005

Úff....

Þvílíkt sjokk sem allir íbúar Hveragerðis urðu fyrir í dag þegar kviknaði í húsi hjálparsveitarinnar. Ég keyrði Grjóna niður í hús þar sem hann var að fara að selja flugelda og þegar ég var að keyra til baka sá ég hvar hann kom hlaupandi á fleygiferð ásamt öðru fólki og skipaði mér að drífa mig í burtu með handapati. Á eftir öllu fólkinu sá ég svo flugeldar sprynga og ótrúlegt að enginn hafi orðið fyrir þeim. Síðan sá ég að húsið var allt í ljósum logum og mikinn reyk koma beint upp af þakinu. Tengdapabbi, Kittý mágkona og Lalli kærasti hennar ásamt öðru fólki voru öll að vinna og maður vissi ekki hvort allir hefðu komist út. Mjög óþægileg tilfinning en ég komst mjög fljótt að því að engan sakaði. Ég held að allir bæjarbúar hafi drifið sig á staðinn og þvílík kaos sem myndaðist. Stuttu seinna brunuðu svo sjúkra-, löggu- og slökkviliðsbílar á staðinn og allir unnu frábærlega.
Það stóð til að hætta við áramótaballið en svo var hætt við að hætta við. Spurning hvort maður drífi sig. Verst bara að þekkja ekki liðið nógu vel til að skella sér á lífið með því. Reyni bara að koma mér í bandið ;)

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home