Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, desember 30, 2005

Borgin

Þá erum við komin í borgina aftur eftir æðislega dvöl á Akureyrinni, sú klikkar ekki. Fékk loksnins rjúpu á aðfangadag eftir 2 ára hlé, mikið var hún góð. Á jóladag og annan í jólum var jólaboð hjá ömmum mínum. Kíktum svo til Kötu um kvöldið á annan og á Sveitta þar sem við létum smella af okkur nokkrum myndum. 27. var svo bara rólegheit og 28. átti Sif frænka afmæli og þá tók við enn ein veislan. Mættum svo í borgina kvöldið 28.
Í gærmorgun fór ég í kaffi eða kakó til Lóu þar sem við hittumst stelpurnar og höfðum það huggulegt saman. Í dag var svo vinna og það var dálítið erfitt að rífa sig á lappir þar sem maður er búinn að snúa sólarhringnum aðeins.
Í kvöld er Grjóni að fara að spila á Sölvakvöldi í Hveró sem er árlegur viðburður þar í bæ. Ég er innilega að vonast til að ég komist en á ekki von á því þar sem við eigum að vera að vinna. Eigum reyndar líka að vera að vinna á gamlárs en krakkarnir verða ekki heima svo við getum notið áramótanna í Hveró. Grjóni og hljómsveit eru svo að spila lá Snúllabar í Hveró um áramótin þannig að þar verður fjörið.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home