Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Naflalokkur

Fór í Vesturbæjarlaug í gær sem er alltaf gaman. Þið hafið eflaust heyrt misfallegar sögur af þeirri laug. Hér kemur ein....Ég sat í makindum mínum í einum heita pottinum þegar kelling um 60 skellti sér í hann. Ég starði á kellinguna, sennilega mjög áberandi, þar sem sú gamla var með lokk í naflanum og bíkíníbuxurnar náðu rétt að hylja snípinn. Þetta mjög ófögur sjón þar sem glitti í lokkinn á milli fellinganna og ég tala nú ekki um hitt. Ótrúlegt hvað sumum kellingum dettur í hug. Færði mig yfir í annan pott og þá kom önnur kella, ekki eins gömul, kannski um 40 og settist niður á móti mér. Ég hélt að brjóstin á henni ætluðu að ráðast á mig, þau flutu um allan pott. Sú kona var búin að vera ansi mikið í sólinni, allavega vel dökk og greinilegt að klórinn hefur ekki sömu áhrif á hennar húð og mína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home