Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Klámmynd eða bara stunur?

Þá er maður kominn á klakann eftir æðislega dvöl úti í DK. Ég segi bara takk allir fyrir skemmtilegan tíma úti.
Fimmtudagskvöld
Fengum okkur fleiri bjóra og ákváðum svo að skoða næturlífið á Íslandsbryggju. Það er með minna móti svona á fimmtudegi, allir barir nema einn lokar kl.24. Tókum nokkra leiki í fótboltaspili og ég vann eitt mót af tveimur. Ég var líka með strengi daginn eftir, kannski spurning um að hemja sig aðeins í þessu.
Föstudagur
Hitti Eygló á Strikinu og við fórum að versla. Glói kelling ætlaði nú ekkert að versla en sú komst aldeilis í gírinn og hafði með sér 50 flíkur inn í mátunarklefann í Zara. Ég gat líka alveg verslað og keypti mér boli, nærföt, armband og e-ð snyrtidót. Settumst svo niður á kaffihús og fengum okkur öl. Tókum svo lest til Fredriksund þar sem fjölskylda mín var saman komin til að grilla og fíflast saman. Biðum eftir Grjóna og Hauk á lestastöðinni til að vera samfó til Huldu systur múttu. Við höfðum báðar komið þangað 1x og vorum næstum alveg vissar hvert við áttum að fara. En annað kom í ljós, vorum tæpan klukkutíma að rata 10 mínútna leið. Bara hressandi ganga sem kallaði á meiri bjórdrykkju, enda tekið vel á móti okkur með öl. Fíflagangurinn byrjaði strax og var langt fram á kvöld. Fórum í strandblak og fórum í keppni hver gæti fengið sem flest flugnabit. Ég held að Grjóni hafi unnið með 66 stikki en Binni kom sterkur til leiks með aðeins færri. Við Grjóni og Haukur fórum svo til baka með síðustu lest um kvöldið. Gaman að segja frá því að ég bætti annað heimsmet, (þið munið hitt var videogláp um daginn). Þetta var heimsmet í að halda í mér. Þeir sem þekkja mig vita að ég pissa á 5 mín fresti þegar ég fæ mér bjór. Þarna hélt ég í mér í 40 mín því það var ekkert WC í lesinni. Haukur var flottur, hann stökk út úr lestinni á einu stoppinu og meig og náði inn áður en lestin fór af stað, því Grjóni var svo duglegur við að ýta á takkann sem opnar lestina sem leiddi af sér smá seinkun í kerfinu. Ég var ekki alveg tilbúin að fórna mér í þetta þar sem þetta var síðasta lestin. Við fórum svo á djammið í Köben og ætluðum bara að vera stutt þar sem stefnan var að hitta fjölskylduna sem var í grillinu daginn eftir. Nei nei það gekk ekki alveg eftir. Hittum Helga Val og kærustu hans og fórum á nokkra pöbba með þeim. Við Grjóni ákváðum svo að fá lánað hjólið hans Hauks og hjólið hjá nágrannanum til að fara í smá hjóltúr um gamla hverfið okkar. Það var bara æðislegt og við komum heim um 7.
Laugardagur
Hittum liðið til að skila af okkur dóti og kíktum í kirkjuna þar sem danski krónprinsinn gifti sig. Svo var farið aftur heim til að undirbúa sig fyrir partýið hennar Guðbjargar. Við settumst út í garð og fengum okkur nokkur stikki öl, vínber, snakk og nammi. Svo komu Eygló og Binni til okkar og þá tók við enn meiri öldrykkja. Fórum svo á pöbbinn þar sem partýið var haldið í góðu stuði. Endalaus drykkja tók við og mikið var ruglað í liðinu. Við Eygló fórum aðeins út til að fá okkur fríst loft og sáum blikkandi lögguljós. Við uðrum pínu forvitnar og sáum að það var verið að handtaka mann. Við ákváðum aðeins að fíflast í löggunni, sem hélt krimmanum, og fórum að "reyna" við hann.  Hann tók því ekkert of vel en samt ekkert svo illa, held að hann hafi bara fílað þetta. Svo sleppti hann krimmanum og járnaði okkur, skellti okkur upp við vegg og tók okkur. Að því loknu þökkuðu við löggunni fyrir og fórum við aftur inn á pubbinn og fengum okkur meira að drekka. Við skrifuðum svo póstkort til "gellanna"og vonum bara að þau komist til skila. Veit ekki hvort að það sé hægt að nota þýsk frímerki í DK, kemur í ljós. Allri blindfullir þetta kvöld sem var bara gaman en allir komust heilir heim.
Sunnudagur
Sváfum lengi og vel. Vaknaði reyndar við þvílíkar stunur um kl.11  sem er víst næstum því daglegt brauð að sögn Hauks. Mér fannst þetta afar undarlegt, ætli hún sé gift þessi kona eða var hún kannski bara ein?? Það var allavega engin merki um að það væri e-r með henni. Reyndar heyrðist svo hátt í henni að það hefur kannski ekki verið hægt að heyra í hinum. En vona bara að hún hafi verið gift ef hún hefur ekki verið ein.
Fórum svo í Tivoli í nýja rússibanann sem var bara snilld. Hann fer á hvolf og allt. Eftir það fórum við svo í keilu sem var bara gaman. Síðan var restin af deginum/kvöldinu bara tekið rólega. Bara einn bjór þann daginn.
Mánudagur
Undirbúningur fyrir heimför. Fórum á Fisketorvet þar sem ég verslaði mér buxur og jakka. Komum svo við hjá Fritz enn einu sinni en hann var ekki heima :( Teppið er því enn í Köben. Komust inn í garðinn "okkar" sem er orðinn stórbreyttur. Jóhanna það er búið að taka rólurnar sem við róluðum í pissfullar í den. Tókum svo rúnt um hverfið okkar og svo í lest á Kastrup. Flugið var fínt þar sem ég svaf næstum alla leiðina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home