Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júní 23, 2004

Veislur

Mér líður alveg eins og það sé mánudagur sem er gott því á morgun er fimmtudagur sem ég vinn og er svo komin í 3ja daga helgarfrí. Kom heim úr ferðalaginu í gær sem gekk alveg þrusuvel. Við kíktum á Hvanneyri á búvélasafnið, kertasmiðjuna og ullarsetrið. Fórum svo í Reykholt og skoðuðum Snorrastofu og þaðan á Hótel Birföst. Í gær kíktum við á Akranes og skoðuðum steinasafnið og allt safnasvæðið þar. Mæli sko með því öllu, það var ótrúlega margt flott og spennandi þar.
Er svo að fara í 2 útskriftir á laugardaginn. Fjóla vinkona er að útskrifast úr snyrtiskólanum, hún lærir sko líka nudd, og svo er Erla, kærasta Begga sem er besti vinur Grjóna, að verða klippari. Vona að það verði góður matur í seinni veislunni og ég myndi ekki kvarta ef það yrði e-ð áfengi þar. Mér finnst nefnilega ekkert voðalega gaman að fara í veislur ef menn bjóða ekki upp á e-ð almennilegt að borða og drekka. Þá vitið þið það, ef þið ætlið að bjóða mér í veislu þá skulið þið hafa e-ð gott......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home