Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, júní 18, 2004

Smástirnið ég

Nú eru hlutirnir farnir að gerast! Ég var að að leika í Svínasúpunni í tvo daga og lenti í ýmsum ævintýrunum, var reyndar statisti en það er sama. Þetta verða greinilega nokkuð skemmtilegir og jafnvel líka mikið klikkaðir þættir.

Það er svo langt síðan ég hef skrifað síðast og margt skemmtilegt sem mig langar til að segja.

Síðasta helgi var bara snilld. Gerði reyndar mest lítið á föstudeginum enda kom það sér vel á laugardeginum því þá var sko tekið á því. Mætti til Kötu í útskriftarveislu kl. 17 og það var tekið á móti manni með hvítvíni og passað vel upp á það að maður væri aldrei með tómt glas. Eftir spjall, stífa drykkju, pallapartý og meira spjall lá leiðin á sveitta Kaffi-Ak. Reyndar kom ég við á Ali fyrst og fékk frítt skot því ég ákvað allt í einu að eiga afmæli.... Fórum svo á sveitta Ak þar sem ég hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt lengi. Mér var svo boðið 2x á barinn og veit að Lóa beytti öllum brögðum til að fá frían bjór en það tókst ekki hjá henni. Lóa ég þarf að taka þig í kennslu e-n tíman en það gæti samt kostað frían bjór e-n tíman á barnum :) Var svo komin heim um 7 og vaknaði kl. 12 og gott ef ég var ekki bara ennþá í stuði. Allavega kom þynnkan ekki fyrr en á um 15 á leiðinni suður. Gat sofið hana að mestu leyti úr mér á leiðinni suður. Náði mér samt í hálsbólgu sem síðan breyttist í kvef.

Í gær, 17. júní, var ég að vinna um morguninn en kíkti svo í bæinn eftir vinnu um 15. Vá maður.. þvílíkur fjöldi af fólki, maður komst varla leiða sinna nema að henda niður gömlu fólki og krökkum. Gerði reyndar hvorugt. Nennti svo ekkert að gera um kvöldið, það var kalt og ég var að kafna úr kvefi.

Þessa helgi er ég að vinna, ætli við kíkjum ekki bara á kaffihús eða e-ð skemmtilegt. Á mánudaginn er ég að fara í ferðalag með vinnunni. Við ætlum að kíkja í Borgarfjörðinn og skoða e-ð fallegt og e-ð ekki eins fallegt. Það verður vonandi bara stuð en stutt ferð þar sem við komum aftur heim á þriðjudeginum.

Ætla að fara að sofa og rífa úr mér þetta kvef nema sólin ætli að láta sjá e-ð meira af sér þá er ég að hugsa um að demba mér í laugina.

Góða helgi alle sammen.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home