Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Köben

Þá styttist óðum í hina langþráðu Danmerkurferð. Við eigum flug út í fyrramálið kl. 7.30 og þegar við komum út liggur leiðin beint í Fisketorvet sem er verslunarmiðstöð í hverfinu sem við bjuggum í þarna um árið. Ég ætla að reyna að versla og versla í H&M því ég er nefnilega farin að sakna þeirrar búðar ansi mikið. Við ætlum svo að fara til Fritz sem er með tyrkneska teppið okkar sem við keyptum í Tyrklandi. Vona bar að hann verði ekki út úr reyktur því hann verður að geta sótt teppið upp á loft til sín. Á föstudeginum er grill hjá systur mömmu, n.k. mini ættarmót. Á laugardeginum er svo afmæli hjá Guðbjörgu, hún er búin að leigja risa sal svo það verður stanslaus gleði og skemmtun allavega ef ég þekki mig og fleiri rétt....
Kem með ferðasöguna þegar heim er komið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home