Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, júlí 03, 2004

Næturvaktir

Er í vinnunni á næturvakt og er búin að horfa á 3 bíómyndir. Fyrsta skipti á ævinni sem ég hef haldið mér vakandi yfir TV svona að kvöldi/morgni til og hvað þá yfir 3 myndum í röð. Hvað er að gerast? Nú er klukkan að verða 6 og vaktin búin eftir 4 tíma, kannski tími fyrir 2-3 mydnir í viðbót.
Er boðin í svaka partý á Nasa annað kvöld sem er allt annað en uppáhalds staðurinn minn. Elsa blakari er að halda upp á afmæli sitt og útskrift sem var í maí, betra er seint en aldrei. Ég hefði nú mikið verið til í að mæta en ég er að vinna aftur næturvakt á morgun. Það er ekki leiðinlegt að djamma með klikkuðum blökurum, aldrei að vita nema ég geti skroppið í eftir-partý eftir vakt kl.10 á sunnudagsmorgunn. Þeir eru nú frægir fyrir svoleiðis blakararnir.
Góða skemmtun um helgina og farið hægt um gleðinnar dyr....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home