Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, júlí 12, 2004

Húsafellsveikin

Útilegan tókst vel í alla staði. Mikið um drykkju og almennan fíflaskap eins og við var að búast. Fjóla var driverinn okkar Grjóna og Laufeyjar svo við gátum byrjað að fá okkur í bílnum á leiðinni. Þegar komið var í Húsafell eða Reiðarfellsskó (að mig minnir) var kveikt upp í grillum, fleiri bjórar opnaðir og tjöldum hent upp. Fólk fór að safnast saman á staðinn og ég held að þar hafi verið hátt í 30 manns á staðnum. Þegar klukkan var að verða 7 fór ég að sofa og vaknaði svo um hádegi við klikkaðan hita inni í tjaldinu. Þegar við vorum að borða morgunmatinn sáum við einn félaga okkur sofandi úti í skógi í þykkri ullarpeysu, hann vissi ekki alveg hversu lengi hann hefði verið þar eða hvers vegna hann hafi sofið þar en ekki í tjaldinu sínu.
Við drifum okkur svo flest í sund eftir morgunmatinn. Mæli svo sannarlega með rennibrautinni þar, veit að einn maður er ekki alveg á sama máli. Hún er nefnilega pínu hættuleg, að hans mati. Hann prófaði að renna sér á undarlegan hátt með því að byrja að skella sér á bakið og skrapa nokkur stikki úr því. Eftir sundið var grillað og svo hvíldartími til að safna orku fyrir kvöldið. Á meðan við sváfum byrjaði að rigna og gerði það fram á kvöld. Eftir að hafa grillað kvöldmat fórum við i Húsafell á brennu og brekkusöng með Árna Johnsen sem er gott ef ekki verri söngvari en ég og þá er sko mikið sagt. Hann spilaði sama prógrammið 3x og var svo klappaður upp, eftir að hafa beðið um það, og tók prógrammið í 4 skiptið. Við báðum hann svo um að spila Jail House Rock en hann þóttist ekki heyra í okkur og hætti að spila. Eftir brennuna fórum við aftur á tjaldstæðið okkar og tróðum okkur öll inn í hústjald þar sem söngur og gítargleði tók við. Þá fóru sko hlutirnir að gerast.... Grúppía varð til og hún var að fíla sig óstjórnlega vel. Stóð upp og byrjaði að dansa, söng með en samt mikið á eftir og endaði öll lögin með keðjusöng. Allir voru sammála því að þessi pía væri mjög leiðinleg svo það var byrjað að hella í hana í von um að hún myndi þagna. Það var samið lag um hana sem heitir Ég vildi að hún væri dauð og sú tók aldeilis undir. Svo hefur hún líka séð Robin á Rassy Williams meðan aðrir hafa séð rassinn á Robby Williams. Þegar pían fattaði að lagið var um sig hóf hún ofbeldi, bæði líkamlegt og kynferðislegt. Sló Grjóna í botninn og gaf honum þrjá kinnhesta. Þeir hefðu orðið fleiri ef ég hefði ekki skipt mér af og sagt henni að hætta að reyna við kallinn minn. Pían náði að draga einn gaur með sér inn í skóg. Þar lagðist hún niður og reif niðrum sig buxurnar og sagði take me þá var það too much fyrir hann og hann bætti heimsmetið í skógarhlaupi. Stuttu eftir það endaði hún ein inni í tjaldi þegjandi og kom ekki út úr því fyrr en daginn eftir, þökk sé bakkus. Það kom e-ð lið inn á svæðið til okkar en við Stjáni Sleepy náðum að hrekja það burt eftir að það hafði skemmt sér mjög vel með okkur. Við þóttumst vera verðir og sögðum þeim að þau yrðu að borga 600 kall fyrir nóttina eða drífa sig yfir á sitt svæði. Við hjálpuðum þeim að pakka saman stólunum sínum og þau hrökkluðust öll burt. Bara gaman að því að vera leiðinlegur við fólk. Stuttu eftir þetta var farið að sofa.
Daginn eftir var sofið fram að hádegi og svo pakkað í rólegheitum, fengið sér að borða og lagt af stað heim. Komum við í Borganesi og fórum í sund. Það kostar næstum því jafn mikið í sund þar (300kr) eins og í Húsafelli (400kr).
Það sem kom mér mest á óvart við þessa ferð var að
-Sleepy sofnaði ekki þrátt fyrir að ég talaði við hann
-Ég fékk ekki Húsafellsveikina sama hvað ég reyndi
-Einn maður náði að sofa hjá 3 stelpum á tveimur nóttum
-Aðeins ein manneskja var leiðinleg í þessari ferð

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home