Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Allt mögulegt

Ég hefði verið löngu búin að monta mig ef við hefðum unnið strandblakið síðustu helgi. Við Gása vorum að spila og áttum alveg helv.... góða spretti á köflum en það gekk ekki til. Við spiluðum til úrslita við Heiðu og Þóreyju sem voru bara einfaldlega betri en við og áttu skilið að vinna. Við Gása vorum að spila okkar 5 leik þegar við fórum í úrslitaleikinn en þær bara sinn 3, spurning hvort það hafi ekki haft sitt að segja ;)

Annars var menningarnótt alveg frábær. Bauð sambýlisskonunum og Ólunum þeirra heim og svo var kíkt á flugeldasýninguna.

Ég fór að sækja tengdó út á Keflavíkurflugvöll um daginn og var ekkert að taka með mér pening né kort þar sem ég var ekki að fara að eyða neinum pening. Ég lenti í þvílíku brasi þegar ég ætlaði að finna bílastæði því það kostar orðið að leggja þarna líka þegar maður er að sækja fólk. Greinilega ekki oft sem ég sæki e-n á völlinn.

Skora á alla að kíkja á blómstrandi daga í Hveragerði um helgina!!!

1 Comments:

  • At 26 ágúst, 2006 11:28, Blogger Eygló said…

    Þú hefur eflaust staðið þig vel, eins og alltaf :) Passiði ykkur að fíkniefnalöggan fari ekki að fylgjast með síðunum ykkar Kötu...

     

Skrifa ummæli

<< Home