Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 26, 2006

Blómastrandi dagar

Þá er ég mætt í veraHvergið á blómastrandi daga. Það liggur við að ég hafi aldei séð svona mikið líf hér í bæ. Það voru ýmis bönd að spila á útitónleikum og þar á meðal Hitakútur. Síðan voru markaðir þar sem ég gerði mjög góð kaup. Ég keypti 1000 kubba púsl á 200 kall sem er ekki neitt, bara klink. Í kvöld er svo flugeldasýning og brekkusönginn þannig að það verður nóg að gera.

Gleymdi að segja frá því síðast að á menningarnótt þegar við vorum að fara að horfa á flugeldasýninguna þurfti Elsa mjög mikið að pissa. Við vorum komin niður að höfn hjá Faxa húsinu (hvítt og blátt hús sem hægt er að labba upp á þak til að sjá vel yfir höfnina). Við ákvaðum að reyna að finna stað sem hún gæti skvett úr skvísunni og sáum port á höfninni sem var tómt og dimmt. Drifum okkur inn og þegar Elsa var að fara að taka sér stöðu spyr hún hvort þetta sé óhætt og við litum í kringum okkur og enginn sjáanlegur. Þegar stelpan var að fara að girða niður um sig var henni litið upp og ég heyrði hana svo öskra NEI...Karen!!!..... og svo heyrði ég bara fullt af fólki emja úr hlátri þá var fólkið sem hafði labbað upp Faxahúsið staðsett beint fyrir ofan portið og fylgdist vel með því sem fór fram í portinu. Þannig að Elsa greyið varð bara að halda aðeins lengur í sér.

3 Comments:

  • At 28 ágúst, 2006 08:37, Anonymous Nafnlaus said…

    Bahahaha.... þetta var alveg það fyndnasta :-) verst að hafa samt ekki heyrt öskrin í henni!!

     
  • At 29 ágúst, 2006 08:52, Blogger Eygló said…

    Greyið Elsa... alveg er þetta dæmigert

     
  • At 31 ágúst, 2006 08:26, Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta var bara mjög fyndið og öskrin rosaleg! Hún var nú ekkert smá heppin að sjá allt fólkið áður en hún girti niður um sig.

     

Skrifa ummæli

<< Home