Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, mars 23, 2006

Námskeið, fundur, leikir, djamm

Styttist í helgina sem verður mjög spennandi...
Í dag er ég að fara á námskeið um hreyfingu, streitu og verkjasjúkdóma, síðan verður framhald á því á laugardaginn. Á morgun er svo aðalfundur Iðjuþjálfafélagsins þar sem er frjálst framlag (500 kr) ef þú ætlar að þiggja veitingar. Kemst ekki á hann.
Svo eru spennandi leikir um helgina. Við erum að fara að keppa við Þrótt Nes á föstudaginn kl.21 í Digranesi og á laugardaginn kl. 14 í Salaskóla. Þær eru með þrjú stig í forskot en ef við vinnum upp þann mun og a.m.k. einu stigi betur verðum við deildarmeistarar :) Endilega komið og hvetjið okkkur áfram!!!
Eftir leikinn á laugardaginn verður brunað beint í partý og teknir upp nokkrir kaldir eða ein hvít (sko vín) og svo skundað á árshátíð blaksambandsins þar sem verður pottþétt mikið stuð eins og fyrri ár.
Það er líka vorfagnaður geðsviðsins á LSH sama kvöld en ég átti ekki erfitt með að velja á milli. Reyndar gæti verið gaman að djamma með fólki sem er að vinna á geðsviði þar sem það er oft frekar klikkað lið. Held samt að það toppi enginn blakarana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home