Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 20, 2004

Rugl og aftur rugl

Ég er alveg brjáluð núna.
Gellurnar úr Þrótti nes eru búnar að fá það í gegn að fresta leikjunum sem áttu að vera í kvöld og á laugardaginn. Þær frestuðu þeim þar sem þær eru 7 af 12 sem komast ekki vegna veikinda og meiðsla. Ég veit að það eru einhverjar veikar og einhverjar meiddar en ég veit líka að það eru einhverjar sem segjast vera meiddar eða veikar vegna þess að það er þorrablót fyrir austan sem þær vilja ekki missa af. Þannig að í heildina eru þetta kannski 7 sem komast ekki. Gamla mafían stendur alltaf með sínu liði, ekki að spyrja að því. Þeir hjá BLÍ segja að með því að fresta þessum leikjum sé verið að þjóna hagsmunum blaksins. Hverjir eru eiginlega þessir hagsmunir. Þeir segja einnig að Þróttur Nes hafi verið félaga duglegast til að koma sér á keppnisstað hvar sem hefur verið á landinu. Ég veit nú ekki betur en að þær hafi frestað þessum leik einu sinni áður og af hverju eru þær e-ð duglegri en við í KA að koma sér á keppnisstað við þurfum jú að fara í jafn margar ferðir og þær.

Ekki nema von að maður spyrji sig......


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home